Fréttasafn6. feb. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Heimsókn í Eflu

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, heimsóttu verkfræðistofuna Eflu fyrir skömmu en fyrirtækið er meðal aðildarfyrirtækja SI. Starfsemi stofunnar byggir fyrst og fremst á þekkingu og reynslu starfsmanna fyrirtækisins sem þar vinna og því skiptir það miklu máli að huga vel að menntun greinarinnar og þörfum atvinnulífsins til framtíðar í þessu fagi. Efla rekur starfsstöðvar í öllum landshlutum og er einnig með dóttur- og hlutdeildarfélög erlendis og þá fyrst og fremst í Noregi. Fyrirtækið hefur meðal annars  unnið mikið við brúargerð í Noregi. Í heimsókninni var meðal annars rætt um verkefni framundan og samkeppnishæfni íslenskra sérfræðinga erlendis. En miðað við þá miklu sérþekkingu sem fyrirfinnst hér á landi gæti sú þekking verið útflutningsvara í meira mæli.

Á myndinni eru talið frá vinstri, Arnar Kári Hallgrímsson, starfsmaður EFLU og formaður Yngri ráðgjafa innan Félags ráðgjafarverkfræðinga, Júlíus Karlsson, í stjórn Eflu, Arinbjörn Friðriksson, stjórnarformaður Eflu, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri EFLU, og Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI.