Fréttasafn



8. mar. 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Heimsókn í eTactica

Starfsmenn Samtaka iðnaðarins heimsóttu fyrirtækið eTactica sem er meðal aðildarfyrirtækja samtakanna í síðustu viku. Þar tók á móti þeim dr. Kristján Guðmundsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 

Fyrirtækið þróar einstakt og öflugt orkustjórnunarkerfi sem heitir eTactica og hentar vel fyrir fyrirtæki til að draga úr orkunotkun og auka rekstraröryggi. eTactica lausnin mælir og vaktar ásamt því að skrá rafmangsnotkun fyrir hverja grein í rauntíma án þess að krefjast mikillar viðbótar uppsetningar á búnaði hjá fyrirtækjum.  Kerfið hjálpar einnig við að draga úr mengun og draga úr losun gróðurhúslofttegunda.

Á myndinni eru Guðrún Birna Jörgensen, viðskiptastjóri á framleiðslusviði SI, Bryndís Skúladóttir, sviðsstjóri framleiðslusviðs SI, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Kristján Guðmundsson, framkvæmdastjóri eTactica.