Fréttasafn



18. okt. 2019 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Heimsókn í Fanntófell

Fulltrúar SI heimsóttu í vikunni fyrirtækið Fanntófell sem er eitt af aðildarfyrirtækum SI sem félagsmaður í Félagihúsgagna- og innréttingaframleiðenda. Fanntófell var stofnað í Reykholti í Borgarfirði árið 1987 og var með framleiðslu sína fyrstu árin í 180 fermetra húsnæði í Reykholti. Stofnendur voru Þórir Jónsson og Sigurður Bragi Sigurðsson en árið 1990 var ákveðið að flytja fyrirtækið til höfuðborgarinnar.  Í júlí á síðasta ári flutti fyrirtækið alla starfsemi sína í nýtt hátt í 2.000 fermetra húsnæði í Gylfaflöt 6-8 í Reykjavík. 

Fanntófell sérhæfir sig í smíði á borðplötum, sólbekkjum, wc skilrúmum, skápahurðum, o.fl. fyrir arkitekta, hönnuði, verktaka, innréttingaframleiðendur og einstaklinga, allt eftir óskum hvers og eins.

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Gunnar Sigurðarson viðskiptastjóri á framleiðslusviði SI, Sigurður Bragi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Fanntófells, og Guðrún Birna Jörgensen, viðskiptastjóri á framleiðslusviði SI. 

Fanntofel-heimsokn-13-10-2019