Heimsókn í Foss distillery í Mosfellsbæ
Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI, Ragnheiður Héðinsdóttir, forstöðumaður matvælasviðs SI, og Bryndís Skúladóttir, forstöðumaður framleiðslu- og matvælasviðs SI heimsóttu Foss distillery í Mosfellsbæ í gær. Jakob S. Bjarnason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, tók á móti þeim og sagði þeim meðal annars frá sögu fyrirtækisins og sýndi framleiðsluferlið. Fyrirtækið er bæði með skrifstofu sína og framleiðslu í Mosfellsbænum.
Hjá Foss distillery eru framleiddir áfengir drykkir úr birkisafa sem kemur úr íslenskum birkitrjám. Fyrstu vörur fyrirtækisins á markaði voru líkjörinn Björk og snafsinn Birkir. Nú hefur bæst við vörulínuna vodka sem nefnist Eimir og bitter sem nefnist Börkur. Í hverri flösku af líkjörnum, snafsinum og bitternum eru greinar af birkitrjám sem klipptar eru niður til að rúmast í flöskunum. Vörurnar frá Foss distillery eru á markaði hér á landi en auk þess eru vörurnar einnig að finna á markaði meðal annars í Bandaríkjunum, Bretlandi og Danmörku.
Nánar um Foss distillery.