Fréttasafn29. maí 2018 Almennar fréttir

Heimsókn í Gamla bakaríið

Stjórn SI heimsótti Gamla bakaríið á Ísafirði í morgun. Á móti þeim tók Árni Aðalbjarnarson sem tilheyrir fjórða ættlið bakara sem rekur bakaríið sem var stofnað 1871. Þetta er því sannkallað fjölskyldufyrirtæki og eitt elsta iðnfyrirtæki landsins. Gamla bakarríið er elsta fyrirtækið á Vestfjörðum og næst elsta bakarí á Íslandi en Bernhöftsbakarí er elst, stofnað 1834. 

Til gamans má geta þess að Árni er sonur Ruthar Tryggvason sem Landssamband bakarameistara, LABAK, heiðraði fyrir nokkrum árum fyrir gott og farsælt samstarf og framlag hennar til iðngreinarinnar í hálfa öld. Í samtali við Árna kom meðal annars fram að fjöldi farþega skemmtiferðaskipa sem leggja að á Ísafirði njóta veitinga Gamla bakarísins en komum skipa hefur fjölgað mikið á undanförnum árum.

Gamla-bakariid1

Gamla-bakariid2Árni Aðalbjarnarson er fjórði ættliður bakara sem rekur Gamla bakaríið sem var stofnað 1871.