Fréttasafn



22. mar. 2019 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Heimsókn í Iðnmark

Starfsmenn SI, Ragnheiður Héðinsdóttir, viðskiptastjóri matvælaiðnaðar, og Gunnar Sigurðarson, viðskiptastjóri, heimsóttu Iðnmark sem er aðildarfyrirtæki SI. Iðnmark var stofnað 1988 af Dagbjarti Björnssyni og konu hans Eyrúnu Sigurjónsdóttir. Hjá fyrirtækinu starfa 10 manns en fyrirtækið hefur fest sig vel í sessi á popp- og snakkmarkaði á Íslandi. Poppkornið var fyrsta vara fyrirtækisins og er þekkt undir heitinu Stjörnupopp. Árið 1991 setti fyrirtækið snakk á markað og reglulega hafa verið settar fram nýjungar bæði í poppi og snakk, til dæmis Fitnesspopp. 

Á myndinni hér fyrir ofan eru Gunnar Sigurðarson, viðskiptastjóri á framleiðslusviði SI, og Sigurjón Dagbjartsson, framkvæmdastjóri Iðnmarks, með hið vinsæla Stjörnupopp á milli sín.

Idnmark-21-03-2019-2-