14. mar. 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Heimsókn í ÍSAM

Starfsmenn SI, þau Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Ragnheiður Héðinsdóttir, viðskiptastjóri matvælaiðnaðar á framleiðslusviði SI, heimsóttu ÍSAM í dag. Bergþóra Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSAM tók á móti þeim. Hún sagði frá starfsemi ÍSAM sem er íslenskt framleiðslufyrirtæki auk þess að vera innflutningsfyrirtæki. ÍSAM rekur Frón, Kexsmiðjuna, Mylluna og Ora. Þá er Fastus hluti af samstæðunni.

Á fundi þeirra var m.a. rætt um rekstrarskilyrði íslenskra fyrirtækja, vaxandi opinberar kröfur til fyrirtækja, tækniþróun og vinnumarkaðsmál.

Á myndinni eru Bergþóra og Sigurður.


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.