Fréttasafn



31. okt. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Heimsókn í Járnsmiðju Óðins

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, heimsótti JSÓ,  Járnsmiðju Óðins, sem er eitt af aðildarfyrirtækjum SI. Járnsmiðjan framleiðir vörur eftir séróskum viðskiptavina en hjá fyrirtækinu starfa ellefu starfsmenn. Fyrirtækið hefur smíðað verk af öllum stærðargráðum, allt frá hurðastaf á fjármálaráðuneytið til flókinna smíðagripa í verslanir, söfn, hótel og heimahús. Flestar vörur eru framleiddar eftir séróskum viðskiptavina. 

Óðinn Gunnarsson stofnaði Járnsmiðju Óðins árið 1986 sem er með starfsstöð í Garðabæ. Þetta er mikið fjölskyldufyrirtæki því tvö börn Óðins, Daníel Óli og Hallgerður Kata, starfa bæði hjá fyrirtækinu. Daníel er járnsmiður og Kata er arkitekt. Eiginkona Óðins, Auður Hallgrímsdóttir, starfar einnig hjá fyrirtækinu en hún er í stjórn Málms sem er starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins. Þess má geta að um er að ræða fjórða kynslóð járnsmiða sem eru núna starfandi í fyrirtækinu því Sigmundur Brandsson var einn fyrsti járnsmiður landsins á Ísafirði og tengdasonur hans og faðir Óðins, Gunnar Þorsteinsson, var járnsmiður og starfaði í Kópavogi. 

 

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, ásamt Daníel Óla Óðinssyni og Óðni Gunnarssyni. Þeir standa við nýjan stiga sem er í framleiðslu þessa dagana.

Jarnsmidja-Odins-II-30.okt.2017

Daníel Óli Óðinsson, Auður Hallgrímsdóttir og Óðinn Gunnarsson hjá Járnsmiðju Óðins.