18. des. 2018 Almennar fréttir

Heimsókn í Kauphöllina

Fulltrúar Samtaka iðnaðarins heimsóttu Kauphöllina í morgun og funduðu með forstjóra og starfsmönnum.  Á móti þeim tóku Páll Harðarson, forstjóri, Magnús Harðarson, Baldur Thorlacius og Kristín Rafnar. 

Á fundinum var meðal annars rætt um nýsköpun og innviði, skattahvata vegna fjárfestinga einstaklinga í fyrirtækjum, möguleika minni fyrirtækja til að fjármagna sig og verðbréfa- og hlutabréfamarkaði. Þá var rætt um aukið samstarf SI og Kauphallarinnar á ýmsum sviðum. 

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Baldur Thorlacius, Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Páll Harðarson, Magnús Harðarson, Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, og Kristín Rafnar. 


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.