Fréttasafn18. des. 2018 Almennar fréttir

Heimsókn í Kauphöllina

Fulltrúar Samtaka iðnaðarins heimsóttu Kauphöllina í morgun og funduðu með forstjóra og starfsmönnum.  Á móti þeim tóku Páll Harðarson, forstjóri, Magnús Harðarson, Baldur Thorlacius og Kristín Rafnar. 

Á fundinum var meðal annars rætt um nýsköpun og innviði, skattahvata vegna fjárfestinga einstaklinga í fyrirtækjum, möguleika minni fyrirtækja til að fjármagna sig og verðbréfa- og hlutabréfamarkaði. Þá var rætt um aukið samstarf SI og Kauphallarinnar á ýmsum sviðum. 

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Baldur Thorlacius, Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Páll Harðarson, Magnús Harðarson, Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, og Kristín Rafnar.