24. maí 2018 Almennar fréttir

Heimsókn í Laugardalshöllina

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, fóru í dag í heimsókn í Laugardalshöllina. Það voru Sveinn Hannesson, formaður ÍSH, og Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri, sem tóku á móti þeim. Í heimsókninni voru málefni hússins rædd en Samtök iðnaðarins eiga hlut í Íþrótta- og sýningarhöllinni, ÍSH, sem er rekstraraðili Laugardalshallarinnar. 

Það má segja að Laugardalshöllin sé félagsheimili Reykvíkinga þar sem fram fara íþróttaviðburðir, tónleikar, sýningarhald og hverskonar menning. Þá má nefna að talning atkvæða í Reykjavík fer fram í höllinni. Meðal viðburða er útskrift Tækniskólans sem fram fer á morgun. Um er að ræða fjölnota hús sem er samtals um 20 þúsund fermetrar og rúmar allt að 11 þúsund manns. Í Laugardalshöllinni eru fimm íþróttasalir, fjöldi mismunandi ráðstefnu- og veislusala auk sýningasvæða.  


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.