Fréttasafn15. mar. 2019 Almennar fréttir

Heimsókn í Matís

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI, heimsóttu Matís í dag. Fulltrúar Matís tóku á móti þeim og sýndu þeim starfsemi Matís. Í heimsókninni var meðal annars rætt um áskoranir og tækifæri í starfsemi Matís, umhverfi rannsókna-, þróunar- og nýsköpunarmála á Íslandi, auk þess sem farið var inn á svið líftækni og matvælastefnu. 

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Arnljótur Bjarki Bergsson, sviðsstjóri hjá Matís, Oddur Már Gunnarsson, starfandi forstjóri Matís, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Guðjón Þorkelsson, sérfræðingur hjá Matís, Anna Kristín Daníelsdóttir, sviðsstjóri hjá Matís, og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI.