Fréttasafn



1. apr. 2019 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Heimsókn í MS

Fulltrúar SI heimsóttu starfsstöð MS á Selfossi fyrir skömmu, þau Ragnheiður Héðinsdóttir, viðskiptastjóri matvæla á framleiðslusviði SI, og Gunnar Sigurðarson, viðskiptastjóri á framleiðslusviði SI. Þar fengu þau lærdómsríka leiðsögn um alla framleiðslustöðina og rannsóknarstofu. 

Það var Sunna Gunnars Marteinsdóttir hjá MS í Reykjavík sem fylgdi Ragnheiði og Gunnari til Selfoss þar sem á móti þeim tóku Ágúst Þór Jónsson, rekstrarstjóri, Ólafur Ragnarsson, framleiðslustjóri, og Björn Baldursson, gæðastjóri. Á rannsóknarstofunni hittu þau Björn S. Gunnarsson og Ólaf Unnarsson.

Heimsokn-i-MS-mars-2019-3-

Heimsokn-i-MS-mars-2019-4-

Med-starfsmonnum-MS-mars-2019-1-

G-mjolk-a-hradferd-eftir-faeribandi

Vinnslusalur

Orsiunartaeki-sem-siar-mysu-ur-skyri