Fréttasafn



28. maí 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Heimsókn í Odda

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Bryndís Skúladóttir, sviðsstjóri framleiðslusviðs SI, og Guðrún Birna Jörgensen, viðskiptastjóri á framleiðslusviði SI, heimsóttu Odda fyrir stuttu. Á móti þeim tók Kristján Geir Gunnarsson, nýráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins. 

Oddi prentun og umbúðir hefur verið starfrækt síðan 1943 og er því fyrirtækið 75 ára á þessu ári. Í heimsókninni kom meðal annars fram að undanfarið hafi Oddi tekist á við fjölmargar áskoranir sem leiddu til þess að grípa þurfti til sársaukafullra aðgerða og segja upp fjölmennum hópi starfsmanna. Fyrirtækið mun nú einbeita sér að framleiðslu á umbúðaöskjum og prentverki en flytja inn aðrar umbúðir.

Hjá Odda er mikil áhersla lögð á umhverfismál og ýmsar nýjungar, eins og umbúðir sem brotna auðveldlega niður. Þá eru í farvatninu ýmsar nýjungar. Starfsmenn Odda leggja sig fram um að velja birgja sem eru umhverfisvænir.

Á myndinni hér fyrir ofan eru talið frá vinstri Sigurður Hannesson, Kristján Geir Gunnarsson og Bryndís Skúladóttir.