Fréttasafn



25. jan. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Heimsókn í Rafal

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Ásbjörn R. Jóhannesson, viðskiptastjóri rafiðnaðar á mannvirkjasviði SI, heimsóttu í dag fyrirtækið Rafal sem er eitt af aðildarfyrirtækjum Samtaka iðnaðarins.

Rafal var stofnað árið 1983 og fagnar því 35 ára starfsafmæli á árinu. Hjá fyrirtækinu starfa um 70 manns við smíðar á búnaði, þjónustu við raflagnir og fjarskipti. Í heimsókninni kom meðal annars fram að fjórða iðnbyltingin er að breyta landslaginu í rafbúnaði og fjarskiptum. Smáspenna fær aukið vægi og snjallbúnaður getur talað saman í gegnum internet hluta. Í máli forsvarsmanna Rafals kom fram að mikil eftirspurn er eftir iðnmenntuðum starfsmönnum.

Á myndinni eru talið frá vinstri eigendur Rafal, þeir Valdimar Kristjónsson og Kristjón Sigurðsson, þá kemur Sigurður Hannesson og Ásbjörn R. Jóhannesson. Þess má geta að veggmyndin af Íslandi sýnir flutningskerfi raforku um landið.