Fréttasafn



17. okt. 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Heimsókn í Rio Tinto á Íslandi

Fulltrúar Samtaka iðnaðarins heimsóttu Rio Tinto á Íslandi í gær. Rannveig Rist, forstjóri fyrirtækisins, og Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi, kynntu starfsemina og ræddu ýmis mál sem varða íslenskan áliðnað. Fulltrúar SI voru Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, Sigurður Hamnesson, framkvæmdastjóri SI, og Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI. 

Á meðal þess sem bar á góma var snjallvæðing í álverum og stóriðjuskólinn, en álverið í Straumsvík var brautryðjandi á því sviði. Þá var komið inn á að fjárfestingar hefðu verið miklar frá hruni í álverinu, en framleiðsla hefur verið aukin, hreinsivirki efld og nú eru allar afurðir álblöndur í stöngum sem eru sérsniðnar að þörfum um 80 viðskiptavina, að mestu í Evrópu. Alls nema fjárfestingar frá 2010 yfir 60 milljörðum króna og jókst starfsmannafjöldi um 100 til að sinna flóknari og virðismeiri framleiðslu. Á fundinum var einnig rætt um menntamál og þann skort sem er á fólki með iðn- og tæknimenntun. Það kom meðal annars fram að mikill ávinningur væri af stofnun Stóriðjuskólans í Straumsvík sem var stofnaður árið 1998.

Á efri myndinni eru, talið frá vinstri: Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, Árni Stefánsson, framkvæmdastjóri yfir steypuskála, og Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi.

Heimsokn-Rio-Tinto-16-10-2018Á þessari mynd eru, talið frá vinstri: Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, og Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI.