Fréttasafn



20. mar. 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Heimsókn í Samey

Starfsmenn Samtaka iðnaðarins heimsóttu Samey fyrir skömmu en fyrirtækið er meðal aðildarfyrirtækja SI. Samey býður upp á lausnir og búnað til sjálfvirknivæðingar og hefur í yfir 25 ár aðstoðað fjölda fyrirtækja til lands og sjávar við að auka framleiðni og rekstrarhagkvæmni með skilvirkum sjálfvirknilausnum og róbótum. Samey hefur þróað hugbúnaðinn í róbótana sem eru settir saman hér á landi. 

Samey er einnig með íhluti í sjálfvirknikerfi frá heimsþekktum framleiðendum, auk hraðabreyta, mælinema, iðntölvur, skjái og þjarka. 

Á myndinni fyrir ofan eru talið frá vinstri, Guðrún Birna Jörgensen, viðskiptastjóri á framleiðslusviði SI, Þorkell Jónsson, framkvæmdastjóri Samey, Signý Jóna Hreinsdóttir, viðskiptastjóri á hugverkasviði SI, Bryndís Skúladóttir, sviðsstjóri framleiðslusviðs SI, og Ragnheiður Héðinsdóttir, viðskiptastjóri matvælaiðnaðar á framleiðslusviði.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá róbót sem Samey hefur sett saman og inniheldur hugbúnað frá þeim.

Samey3 

Samey-2