Fréttasafn31. maí 2018 Almennar fréttir

Heimsókn í Skagann 3X

Stjórn SI heimsótti Skagann 3X þar sem Albert Högnason, einn af stofnendum félagsins, og Karl Ásgeirsson tóku á móti hópnum. Fyrirtækið var stofnað 1994 og hét þá 3X Stál á Ísafirði. Félagið sem selur vörur um allan heim er hátæknifyrirtæki og sérhæfir sig í búnaði til vinnslu á sjávarafla með því að blanda saman hugviti og verkþekkingu. Með ofurkælingu á fiski er geymsluþol aukið án þess að nota ís og þannig verður farmurinn léttari. Þar með sparast orka við flutninga og umhverfisáhrif verða þannig jákvæð. Framleiðslan byggir á áralöngu rannsóknar- og þróunarstarfi. Í upphafi var fyrirtækið stofnað til að þjónusta rækjuiðnað en er nú að þjónusta bolfisk. 

Á Ísafirði er mikil hefð fyrir iðnaði, meðal annars í skipasmíði og annarri smíði úr málmum. Í heimsókninni kom fram að fyrirtækið á í samstarfi við Menntaskólann á Ísafirði um iðnnám í stálsmíði og vélvirkjun. Það kom einnig fram að kröfur um lágmarksfjölda nemenda eru hamlandi fyrir atvinnulífið því það fækkar þeim sem sækja iðn- og verknám.

3x3

3x

3x4