Fréttasafn



15. des. 2023 Almennar fréttir Menntun

Heimsókn í Tækniskólann

Fulltrúi SI, Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir, verkefnastjóri í mennta- og mannauðsmálum hjá SI, heimsótti Tækniskólann í vikunni og hitti þar  Hildi Ingvarsdóttur, skólameistara, og Guðrúnu Randalín Lárusdóttir, aðstoðarskólastjóra. Í heimsókninni kom fram að um 80% nemenda eða 1.920 nemendaígildi eru í iðn-, starfs- og verknámi hjá Tækniskólanum. Nemendafjöldi við Tækniskólann er í heildina um 3.300 í samanburði við 2.400 nemendagígildi í dag-, dreif- og kvöldnámi. Skólinn er því að skila töluverðum fjölda nemendaígildum umfram kröfur. Einnig kom fram að skólinn er með 3.000 fm minna húsnæði til umráða en hann var árið 2016 þegar nemendaígildi voru hátt í 400 færri. Í heimsókninni kom í ljós að áskoranir skólans eru margvíslegar en að stjórnendur hafa fundið útsjónasamar lausnir til að nýta plássið vel sem gerir undirskólum kleift að taka við fleiri nemum. Því sé brýnt að koma nýrri húsbyggingu Tækniskólans í farveg þar sem mjög þétt sé setið í núverandi húsnæði og mörgum áhugasömum umsækjendum þurfi að vísa frá.

Á myndinni hér fyrir ofan eru Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir, verkefnastjóri í mennta- og mannauðsmálum hjá SI, Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari, og Guðrún Randalín Lárusdóttir, aðstoðarskólameistari.

Taekniskolinn2Harpa Kristjánsdóttir kennari í gull- og silfursmíði,við Hönnunar- og handverksskólann en þess má geta að Harpa var valinn iðnaðarmaður ársins og Jóhannes Ottósson, kennari í gull- og silfursmíði.