Heimsókn í Völku
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Sigríður Mogensen, sviðsstjóri SI, Guðrún Birna Jörgensen og Edda Björg Ragnarsdóttir viðskiptastjórar hjá SI, heimsóttu Völku í vikunni og hittu þar Helga Hjálmarsson, framkvæmdastjóra, og hans fólk.
Valka sem er aðildarfyrirtæki SI er hátæknifyrirtæki í sjávarútvegi sem hannar og framleiðir lausnir fyrir fiskvinnslur um allan heim. Fyrirtækið var stofnað árið 2003 og hefur frá upphafi einblínt á að auka afköst, bæta nýtingu og meðhöndlum hráefnis hjá viðskiptavinum með því að auka sjálfvirkni og notar til þess nýjustu tækni hverju sinni. Hjá Völku starfa um áttatíu sérhæfðir starfsmenn í því að hanna og framleiða kerfislausnir fyrir fiskvinnslur á landi og sjó.
Eftir kynningu á starfsemi fyrirtækisins fengu starfsmenn SI að skoða og sjá framleiðslu Völku, en þessa dagana er meðal annars unnið að stóru verkefni fyrir Rússlandsmarkað, þar sem unnið er að því að setja upp fullkomnustu fiskvinnslu Rússlands. Auk Völku koma fleiri tækjaframleiðendur að verkinu en 80% af tækjabúnaðinum kemur frá íslenskum fyrirtækjum.
Á myndinni hér fyrir ofan eru, talið frá vinstri, Edda Björg Ragnarsdóttir, viðskiptastjóri á hugverkasviði SI, Guðrún Birna Jörgensen, viðskiptastjóri á framleiðslusviði SI, Auður Ýr Sveinsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri, Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI , ogSigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI.
Á myndinni hér fyrir neðan ná sjá Ívar Meyvantsson, þróunarstjóra Völku, segja frá starfseminni.