Fréttasafn



29. jan. 2018 Almennar fréttir

Heimsókn kvenna frá systursamtökum SI

Konur frá VNO-NCW sem eru systursamtök Samtaka iðnaðarins í Hollandi heimsóttu Ísland fyrir skömmu. Þær voru 22 talsins og heimsóttu meðal annars Marel og Alþingi. 

Januar-2018-hollenskar-konurGuðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, hélt erindi fyrir konurnar þar sem hún sagði meðal annars frá þeim árangri sem náðst hefur í jafnréttismálum á Íslandi og framgangi íslenskra kvenna í atvinnulífinu. Hún sagði það hafa verið mikilvægt skref þegar lög um fæðingarorlof voru sett á þar sem karlar bæru jafnmikla ábyrgð og konur á bæði heimilinu og uppeldi barna. 

Þá sagði hún það hafa skipt verulegu máli þegar ákveðið var að tiltekið hlutfall kvenna ætti að vera í stjórnum fyrirtækja og það hafi sýnt sig að það væri engin fyrirstaða hjá körlum að skipa konur í stjórnir. Það væri lykilatriði að konur og karlar þyrftu að vinna saman að því að árangur náist á sviði jafnréttis á öllum sviðum. Guðrún ræddi einnig #metoo byltinguna.