Fréttasafn14. sep. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Heimsókn SI til Advania á Íslandi

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, heimsótti fyrr í dag Advania á Íslandi en fyrirtækið rekur gagnaverið Advania Data Centers sem er aðildarfyrirtæki SI. Sigurður hitti Ægi Má Þórisson, forstjóra Advania á Íslandi, og Jóhann Þór Jónsson, forstöðumann rekstrarsviðs Advania sem jafnframt er formaður Samtaka gagnavera, DCI. Á fundi þeirra var meðal annars rætt um starfsumhverfi gagnavera á Íslandi.

Advania á Íslandi er hluti af Advania Norden, sem er meðal umsvifamestu fyrirtækjasamstæða á Norðurlöndum á sviði upplýsingatækni. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Íslandi en félagið er auk þess með starfsemi í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. 

Á myndinni eru Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.