Heimsókn stjórnar SI til Controlant
Stjórn SI heimsótti Controlant fyrir skömmu en fyrirtækið er meðal aðildarfélaga samtakanna. Það voru Guðmundur Árnason, fjármálastjóri, Sigþór Guðmundsson, yfirlögfræðingur, og Sæunn Þorkelsdóttir, forstöðumaður innkaupa og vörustýringar, sem tóku á móti stjórninni.
Controlant er framsækið hátæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í tæknilausnum sem tryggja gæði viðkvæmra vara í flutningi og draga úr sóun á lyfjum og matvælum. Fyrirtækið sem var stofnað árið 2007 hefur þróað lausn sína í takt við tækniþróun og þarfir viðskiptavina sinna en árið 2017 var tekin ákvörðun um að leggja áherslu á lyfjageirann og árið 2019 var fyrirtækið komið í viðskipti við flest af stærstu lyfjafyrirtækjum heims. Þegar heimsfaraldurinn skall á 2020 gegndi Controlant lykilhlutverki í dreifingu og geymslu COVID-19 bóluefnis Pfizers. Viðskiptavinir Controlant eru lyfja-, matvæla- og flutningafyrirtæki á heimsvísu. Framtíðarsýn Controlant er að útrýma sóun í verðmætustu virðiskeðjum heimsins með hugvit og tækni að leiðarljósi.
Sigþór Guðmundsson, Karl Andreasson, Guðrún Halla Finnsdóttir, Guðmundur Árnason, Halldór Halldórsson, Sigurður Hannesson, Þorsteinn Víglundsson, Arna Arnardóttir, Hjörtur Sigurðsson, Kolbrún Hrafnkelsdóttir, Jónína Guðmundsdóttir, Vignir Steinþór Halldórsson, Magnús Hilmar Helgason og Sæunn Þorkelsdóttir.