Fréttasafn



6. apr. 2021 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun Orka og umhverfi

Heimsókn til Carbfix

Fulltrúar Samtaka iðnaðarins heimsóttu fyrirtækið Carbfix í dag. Til umræðu voru meðal annars loftslagsmál en fyrirtækið sérhæfir sig í að fanga CO2 úr útblæstri, leysa upp í vatni og dæla niður í berglög þar sem það steinrennur á umhverfisvænan hátt. Carbfix byrjaði upphaflega sem samstarfsverkefni milli Orkuveitu Reykjavíkur, Háskóla Íslands, CNRS í Touluse og Columbia Háskóla árið 2007 en varð í ársbyrjun 2020 að sjálfstæðu dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur.

Tilraunaniðurdæling fór fyrst fram við Hellisheiðarvirkjun þar sem rúmlega 90% af koldíoxíðinu sem dælt var niður í bergið umbreyttist í grjót á innan við tveimur árum, en áður var talið að þetta ferli gæti tekið hundruð eða jafnvel þúsundir ára. Carbfix aðferðin hefur nú verið starfrækt í meira en fimm ár sem hluti af hefðbundnum rekstri Hellisheiðarvirkjunar og minnkar CO2 útblástur hennar um þriðjung. 

Carbfix3Á myndinni eru, talið frá vinstri, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carfix, og Lárus M.K. Ólafsson, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI.