24. okt. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Heimsókn til Odda

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur SI, heimsóttu í dag  Odda sem er meðal aðildarfyrirtækja SI. Á móti þeim tók forstjóri Odda, Gunnar Sverrisson, sem sýndi þeim framleiðsluna í aðalstöðvum fyrirtækisins á Höfðabakka. Meðal þess sem verið er að framleiða þessa dagana hjá Odda er fjöldi bóka sem eru að koma út fyrir jólin. En hjá Odda er um 2/3 af starfseminni umbúðaframleiðsla og 1/3 annars konar prentun líkt og bókaprentun. Fyrirtækið er vel tækjum búið og er fylgst vel með allri tækniþróun. 

Mikil áhersla er lögð á umhverfismál hjá fyrirtækinu og er unnið eftir skýrum markmiðum í umhverfismálum í endurvinnslu, umhverfisvænu hráefni og endurnýjanlegri orku. Til að mynda er vel fylgst með kolefnisfótspori fyrirtækisins. Hjá fyrirtækinu er framleitt bæði úr pappír og mjúkplasti. Fyrirtækið er staðsett á þremur stöðum. Aðalstöðvarnar, prentun og öskjuframleiðsla er á Höfðabakka 7, plastframleiðsla og umbúðaverslun á Fosshálsi 17 og bylgjuframleiðsla á Köllunarklettsvegi 1.

Á myndinni er Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur SI, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Gunnar Sverrisson, forstjóri Odda.



Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.