Fréttasafn



26. sep. 2016 Almennar fréttir

Heimsóknir í aðildarfyrirtæki

Níu aðildarfyrirtæki SI, ÍAV, EFLA, Lífland, Rafnar, Svansprent, Málmsteypa Þorgríms Jónssonar, ISS, Síminn og Solid Clouds, fengu góða gesti til sín í síðustu viku þegar Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, Eyjólfur Árni Rafnsson, varaformaður SI og Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI, heimsóttu fyrirtækin.

Fyrirtækin sem um ræðir tilheyra mismunandi fagsviðum innan SI. ÍAV og EFLA tilheyra bygginga- og mannvirkjasviði sem Árni Jóhannsson er forstöðumaður fyrir. Lífland, Rafnar, Svansprent, Málmsteypa Þorgríms Jónssonar og ISS tilheyra framleiðslu- og matvælasviði SI sem Bryndís Skúladóttir er forstöðumaður fyrir. Síminn og Solid Clouds tilheyra hugverkasviði SI sem Elínrós Líndal er forstöðumaður fyrir.

Á öllum stöðunum var vel tekið á móti forsvarsmönnum SI og áhugaverðar umræður sköpuðust á hverjum stað.