Fréttasafn



15. nóv. 2016 Almennar fréttir

Heimsóknir til aðildarfyrirtækja SI á Vesturlandi

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, og Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI, lögðu land undir fót í gær og heimsóttu nokkur aðildarfyrirtæki SI sem staðsett eru á Vesturlandi. Fyrsta stopp var á Grundartanga þar sem þau hittu Bolla Árnason og Gylfa R. Guðmundsson hjá GT tækni. Því næst fóru þau í Límtré-Vírnet við Borgarbraut í Borgarnesi og hittu þar Stefán Loga Haraldsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Eftir stoppið í Borgarnesi keyrðu þau á Akranes og hittu Stefán Gísla Örlygsson, byggingarstjóra Trésmiðjunnar Akur á Smiðjuvöllum og Sævar Jónsson, framkvæmdastjóra og eiganda Blikksmiðju Guðmundar á Akursbraut. Á heimleiðinni komu þau við hjá Ístaki í Mosfellsbæ og hittu þar Karl Andreasen, framkvæmdastjóra. 

Á efri myndinni er Guðrún með Bolla Árnasyni, framkvæmdastjóra, og Gylfa R. Guðmundssyni, vélasviði, hjá GT Tækni á Grundartanga. Á neðri myndinni er Almar með Stefáni Gísla Örlygssyni, byggingarstjóra Trésmiðjunnar Akur á Akranesi.