Heimsóknir til félagsmanna SAMARK
Fulltrúi Samtaka iðnaðarins, Bjartmar Steinn Guðjónsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, heimsótti félagsmenn Samtaka arkitektastofa, SAMARK, fyrir skömmu. Þeir Ivon Stefán Cilia, framkvæmdastjóri og einn eigenda T.ark arkitekta, og Halldór Eiríksson, einn eigenda stofunnar og formaður SAMARK, tóku á móti Bjartmari. Auk þess heimsótti Bjartmar Kanon arkitekta, Teiknistofuna Tröð og VA arkitekta þar sem Halldóra Bragadóttir, Indro Indriði Candi og Sigríður Magnúsdóttir, allt framkvæmdastjórar og meðal eigenda framangreindra stofa, tóku á móti honum.
Í heimsóknunum var rætt um helstu málefni eigenda og stjórnenda arkitektastofa í starfsumhverfi þeirra og bar þar hæst tryggingarmál og -kröfur, framkvæmd útboða og þróun útboðsskilmála, sveiflukenndur markaður mannvirkjagerðar, áhyggjur stjórnenda af innhýsingarþróun hins opinberra á sérfræðiþjónustu og rafrænt umhverfi hönnuða og arkitekta í mannvirkjagerð.
Heimsókn til T.ark, talið frá vinstri, Ivon Stefán Cilia, framkvæmdastjóri T.ark arkitekta, Halldór Eiríksson, formaður SAMARK, og Bjartmar Steinn Guðjónsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI.
Heimsókn til Tröð, Kanon og VA, talið frá vinstri, Sigríður Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Teiknistofunnar Tröð, Halldóra Bragadóttir, framkvæmdastjóri Kanon arkitekta, Indro Indriði Candi, framkvæmdastjóri VA arkitekta, og Bjartmar Steinn Guðjónsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI.