19. nóv. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Heimsóttu Pólinn á Ísafirði

Fulltrúar SI heimsóttu Pólinn á Ísafirði í síðustu viku en fyrirtækið er meðal félagsmanna SI. Sævar Óskarsson, rafvirkjameistari og framkvæmdastjóri Pólsins, tók á móti Jóhönnu Klöru Stefánsdóttur, sviðsstjóra mannvirkjasviðs SI, og Kristjáni Daníel Sigurbergssyni, viðskiptastjóra á mannvirkjasviði SI. Sævar sagði þeim frá starfsemi fyrirtækisins sem á langa sögu en það var stofnað 1966. Starfssvæði Pólsins er fyrst og fremst á Vestfjarðarkjálkanum og kom fram að erfiðar samgöngur geta haft veruleg áhrif á starfsemina, sérstaklega að vetri til þegar fara þarf um erfiða fjallvegi til að ná til viðskiptavina.

Sævar gegnir formennsku í Félagi rafverktaka á Vestfjörðum og er Póllinn aðili að Samtökum rafverktaka, SART, sem eru aðilar að SI. 


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.