Fréttasafn19. nóv. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Heimsóttu Pólinn á Ísafirði

Fulltrúar SI heimsóttu Pólinn á Ísafirði í síðustu viku en fyrirtækið er meðal félagsmanna SI. Sævar Óskarsson, rafvirkjameistari og framkvæmdastjóri Pólsins, tók á móti Jóhönnu Klöru Stefánsdóttur, sviðsstjóra mannvirkjasviðs SI, og Kristjáni Daníel Sigurbergssyni, viðskiptastjóra á mannvirkjasviði SI. Sævar sagði þeim frá starfsemi fyrirtækisins sem á langa sögu en það var stofnað 1966. Starfssvæði Pólsins er fyrst og fremst á Vestfjarðarkjálkanum og kom fram að erfiðar samgöngur geta haft veruleg áhrif á starfsemina, sérstaklega að vetri til þegar fara þarf um erfiða fjallvegi til að ná til viðskiptavina.

Sævar gegnir formennsku í Félagi rafverktaka á Vestfjörðum og er Póllinn aðili að Samtökum rafverktaka, SART, sem eru aðilar að SI.