Fréttasafn29. des. 2017 Almennar fréttir

Helsta verkefnið 2018 er aukin samkeppnishæfni Íslands

Aukin sam­keppn­is­hæfni Íslands og mótun fram­tíð­ar­sýnar er helsta verk­efni stjórn­valda, atvinnu­lífs og raunar sam­fé­lags­ins alls árið 2018. Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, í upphafsorðum greinar sinnar á Kjarnanum sem ber yfirskriftina Áræðni, ný hugsun og djörf framtíðarsýn. 

Sigurður segir að sam­keppn­is­hæfni aukist með umbótum í mennta­kerfi þannig að þörfum atvinnu­lífs­ins verði betur mætt, með því að búa nýsköpun umhverfi á heims­mæli­kvarða, með nauð­syn­legri upp­bygg­ingu inn­viða og með bættum starfs­skil­yrðum fyr­ir­tækja. „Hug­vit verður drif­kraftur vaxtar á 21. öld­inni rétt eins og hag­kvæm nýt­ing nátt­úru­auð­linda var und­ir­staða vaxtar á 20. öld­inni. Hug­vits­drif­inn iðn­aður hefur stundum verið nefndur fjórða stoð hag­kerf­is­ins. Umbætur til þess að auka sam­keppn­is­hæfni lands­ins gagn­ast ekki aðeins atvinnu­líf­inu heldur eru til hags­bóta fyrir sam­fé­lagið í heild sinni enda verður Ísland þannig áfram í fremstu röð, hag­kerfið mun standa á fleiri stoð­um, stöð­ug­leiki eykst sem og verð­mæta­sköp­un, lífs­kjör lands­manna batna enn frekar, atvinnu­tæki­færi verða fjöl­breytt­ari og Ísland verður eft­ir­sókn­ar­vert fyrir ungt fólk.“

Á Kjarnanum er hægt að lesa grein Sigurðar í heild sinni.