Fréttasafn



3. jan. 2017 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Helstu skattabreytingar sem tóku gildi um áramótin

Samtök iðnaðarins hafa tekið saman helstu breytingar á sköttum og gjöldum sem tóku gildi um áramótin og hafa áhrif á félagsmenn SI. Ekki er um endanlega upptalningu að ræða og er þeim sem vilja kynna sér málið frekar bent á vef Alþingis og vef ríkisskattstjóra.

  • Staðgreiðsla, tekjuskattur og útsvar verður á árinu 2017 í tveimur þrepum: Mánaðarlaun að 834.707 krónum - 36,94%. Mánaðarlaun umfram 834.708 krónur - 46,24%.
  • Persónuafsláttur hækkar í 52.907 krónur á mánuði.
  • Tryggingagjald verður 6,85%.
  • Áfengisgjald hækkar um 4,7%.
  • Olíu- og bensíngjald, bifreiðagjöld, kolefnis- og vörugjald á eldsneyti hækka um 4,7%.
  • Ýmis önnur gjöld hækka um 2,5%.