Fréttasafn



15. mar. 2024 Almennar fréttir Mannvirki

Hetjur á Reykjanesi

Þegar eldsumbrotin í byrjun febrúar rufu lagnir og gerðu Reykjanesbæ heitavatnslausan fór af stað ótrúleg atburðarás þar sem hópur iðnaðarmanna vann hetjuleg afrek. Á Iðnþingi 2024 var sýnt myndband þar sem sagan er sögð. 

Viðmælendur í myndbandinu eru Árni Pálsson hjá Stálsmiðjunni Framtak, Ármann Garðarsson hjá Ístaki, Böðvar Ingi Guðbjartsson hjá Félagi pípulagningameistara, Hjálmur Sigurðsson hjá Ístaki, Jón Haukur Steingrímsson hjá Eflu, Sigurbjörn Ingvarsson hjá Ingileifi Jónssyni,  Tómas Guðmundsson hjá TG Raf, og Þorfinnur Gunnlaugsson hjá Lagnaþjónustu Suðurnesja. 

Myndbandið er framleitt af Aton.JL fyrir Samtök iðnaðarins. Leikstjóri er Atli Bollason. Óttar Ingi Þorbergsson sér um kvikmyndatöku og litastillingu. Stefán Arnar Alexandersson sér um ljós. Atli Óskar Fjalarson er framleiðandi. Birgir Páll Auðunsson sér um klippingu og Daði Birgisson um hljóðvinnslu. Myndefni af vettvangi er tekið af ýmsum aðilum sem unnu við aðgerðir í Grindavík og við Svartsengi. Drónaefni kemur frá Arnari Smára Þorvarðarsyni og efni úr vefmyndavélum eru frá Víkurfréttum og Ríkisútvarpinu. Viðtölin eru tekin í Northern Lights Inn. 

Hér er hægt að nálgast myndbandið:

https://vimeo.com/922919282

 

Eftirtöldum fyrirtækjum er þakkað fyrir í lok myndbandsins: 

  • 300C
  • Aðallagnir
  • AH pípulagnir
  • Auðverk
  • Benni pípari
  • Berg verktakar
  • Blast
  • Borgarlagnir
  • Brói pípari
  • Bubbi pípari
  • Colas
  • ET
  • EB lagnir
  • Eðallagnir
  • Efla
  • Eldfoss pípulagnir
  • Ellert Skúlason
  • ESJ vörubílar
  • EÞS-234
  • Extreme highlands
  • Fanndalslagnir
  • Flækingur
  • Flúðaverktakar
  • Fossvélar
  • Fyrirtæki í Rafverktakafélagi Suðurnesja
  • Fyrirtæki í Samtökum rafverktaka, Sart
  • GG Sigurðsson
  • Grafa og Grjót
  • Gröfuþjónustan
  • Guðlaugsson
  • H.H. smíði
  • HD
  • Hefilverk
  • Hr Þrif
  • Hreinar lagnir
  • Hreinsitækni
  • Hvíti Guðinn
  • ÍAV
  • Ingileifur Jónsson
  • Ístak
  • J&M
  • JG vélar
  • Jón og Margeir
  • KD Flutningar
  • Kögri
  • Kraki Ásmundarson
  • Kroppur
  • Lagnabræður
  • Lagnaleikni
  • Lagnameistarinn
  • Lagnaþjónusta Suðurnesja
  • Lagnaþjónusta Þorsteins
  • Landslagnir
  • Meistaralagnir
  • Möl slf
  • OSN Langir
  • ÓV jarðvegur
  • PE pípulagnir
  • Pípulagnir Samúels og Kára
  • Rafholt
  • RENNSLI
  • Rétturinn
  • Sigurður Guðjónsson
  • Stálorka
  • Stálsmiðjan Framtak
  • Stofnlagnir
  • Stórafell
  • Strandatrölli
  • Suðupunktur
  • Suðurverk
  • Sveinsverk
  • Teknis
  • TG raf
  • Vatn
  • Vélsmiðja Grindavíkur
  • Verkás
  • Verkís
  • Vikurfrakt