15. mar. 2018 Almennar fréttir

HönnunarMars að hefjast

Formleg opnun HönnunarMars verður í dag fimmtudaginn 15. mars kl. 17.15 í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Þetta er í 10. sinn sem HönnunarMars er haldinn. Tvær sýningar opna við sama tilefni, sýningin #endurvinnumálið og sýningar grafískra hönnuða undir merkjum FÍT.

Í kjölfar setningarinnar opna sýningar og viðburðir um alla borg.

Hér er hægt að skoða dagskrá HönnunarMars.

 

 


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.