Fréttasafn



6. nóv. 2024 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki

Hönnunarverðlaun Íslands afhent í Grósku

Hönnunarverðlaun Íslands 2024 verða afhent í Grósku 7. nóvember. Verðlaunin eru veitt í þremur verðlaunaflokkum Vara, Staður og Verk. Auk þess er veitt viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun sem er viðurkenning veitt fyrirtæki sem hefur hönnun og arkitektúr að leiðarljósi í starfsemi sinni til að auka gæði, verðmætasköpun og samkeppnishæfni. Þá eru Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands einnig afhent.

39

Vara - tilnefningar

  • James Cook peysa unnin í samstarfi Helgu Lilju Magnúsdóttur fatahönnuðar og Stephan Stephensen listamanns, fyrir BAHNS
  • Hljómkassar eftir Halldór Eldjárn og Jón Helga Hólmgeirsson
  • Eldgos bók eftir teiknarann, hönnuðinn og rithöfundinn Rán Flygenring

Staður - tilnefningar

38

Verk - tilnefningar

Að verðlaununum stendur Miðstöð hönnunar og arkitektúrs í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóla Íslands, Íslandsstofu, Samtök iðnaðarins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Grósku og Vísindagarða Háskóla Íslands. 

Í dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2024 sitja eftirtaldir:

  • Sigríður Sigurjónsdóttir, formaður dómnefndar og forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands
  • Eva María Árnadóttir, sviðsstjóri samfélags og sjálfbærni hjá Listaháskóla Íslands
  • Halldór Eiríksson, arkitekt og eigandi Tark arkitekta
  • Sigurlína Margrét Osuala, keramíker
  • Erling Jóhannesson, gullsmiður
  • Guðrún Sóley Gestsdóttir, dagskrárgerðarkona og menningarýnir
  • Margrét Kristín Sigurðardóttir, almannatengsla- og samskiptastjóri Samtaka iðnaðarins
  • Tor Inge Hjelmdal, arkitekt og framkvæmdastjóri DOGA