Fréttasafn



28. okt. 2025 Almennar fréttir Mannvirki Starfsumhverfi

Hörð lending ef löggjafinn og Seðlabanki bregðast ekki við

Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, segir í frétt Vísis að ef löggjafinn og Seðlabankinn bregðist ekki við því ástandi sem nú er uppi á lánamarkaði af festu sé viðbúið að lendingin verði hörð. „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin. Störfum í greininni er að fækka og veltan að dragast saman. Gjaldþrotum hefur ekki fjölgað enn en hins vegar hefur arðsemi fyrirtækja í greininni dregist saman og var hún nú ekki mikil fyrir. Það blasir við að það þarf að lækka vexti og lántökuskilyrði Seðlabankans þarf líka að milda. Óvissan um framtíð húsnæðislána sem nú er uppi á heima á forgangslista ríkisstjórnarinnar og taka þarf málið fyrir hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Endurskoða þarf kerfi húsnæðislána þannig að það mæti þörfum landsmanna til framtíðar.“ 

Á Vísi er hægt að lesa fréttina í heild sinni.

Vísir, 27. október 2025.