Fréttasafn16. jan. 2017 Almennar fréttir Mannvirki

Horft til framtíðar í tilefni af degi rafmagnsins

Samtök rafverktaka, Rafiðnaðarskólinn og Rafiðnaðarsamband Íslands standa fyrir ráðstefnu í tilefni af degi rafmagnsins þriðjudaginn 24. janúar næstkomandi kl. 13.00-15.45 á Grand Hótel Sigtúni 38, Gullteigi B. Yfirskrift ráðstefnunnar er Þekking – Framtíðin – Hvert stefnir?

Dagskrá

  • Ragnar Guðmannsson, forstöðumaður Stjórnstöðvar Landsnets – Áskoranir og framþróun í flutningskerfi raforku
  • Ragnheiður H. Magnúsdóttir, Business Manager Inside Sales Marel – Hvernig mun fjórða iðnbyltingin hafa áhrif á störfin okkar?
  • Hilmir Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Powena – Veflægur rafvirki – framtíðin í rafmagnsþjónustu
  • Tryggvi Thayer, verkefnisstjóri Menntamiðju Háskóla Íslands – Tækniþróun, tæknibyltingar og framtíð náms

Að erindum loknum verður efnt til pallborðsumræðna.

Ráðstefnustjóri er Rúnar Bachmann, rafvirki.

Skráning á vef SART.