Fréttasafn7. jún. 2018 Almennar fréttir Menntun

HR í 89. sæti yfir háskóla 50 ára og yngri

Háskólinn í Reykjavík er einn af hundrað bestu ungu háskólum í heiminum í dag samkvæmt  lista Times Higher Education en á listanum eru háskólar 50 ára og yngri og er Háskólinn í Reykjavík í 89. sæti á listanum.

Listi Times Higher Education byggir á mati á þrettán lykilþáttum háskólastarfs, svo sem á gæðum kennslu og rannsókna, fjölda tilvitnana í vísindagreinar eftir starfsmenn háskólans, alþjóðlegum tengslum og samstarfi við atvinnulífið.

Háskólinn í Reykjavík var stofnaður 1998 á grunni Tölvuháskóla Verzlunarskóla Íslands. Árið 2005 sameinaðist hann Tækniháskóla Íslands, sem hét Tækniskóli Íslands þar til hann var færður á háskólastig árið 2002. Við Háskólann í Reykjavík starfa um 250 manns, auk fjölda stundakennara. Um 3600 nemendur stunda nám við háskólann.