Fréttasafn31. maí 2023 Almennar fréttir Mannvirki Menntun

HR með nám í upplýsingatækni í mannvirkjagerð

Háskólinn í Reykjavík býður upp á nám í BIM sem nefnt er Upplýsingatækni í mannvirkjagerð. Námið var sett á laggirnar til að koma til móts við þarfið atvinnulífsins fyrir örfáum árum. Í náminu sem er tveggja anna diplómanám er kennd notkun stafrænna þrívíðra upplýsingalíkana við hönnun mannvirkja sem eykur gæði hönnunar og framkvæmda og vinnur að samþættingu í heildarferli þegar kemur að byggingu mannvirkja. Námið sem er 30 ECTS hentar þeim sem starfa í byggingariðnaði og við mannvirkjagerð, t.d. hentar það fyrir verkfræðinga, arkitekta, tækniteiknara og annað starfsfólk sem vinnur í byggingariðnaði. 

Í náminu er unnið með nýjustu upplýsingatækni, upplýsingalíkön og BIM, Building Information Modeling. Umsóknarfrestur er til 5. júní. 

Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um námið: Upplýsingatækni í mannvirkjagerð.