Fréttasafn



28. sep. 2020 Almennar fréttir Nýsköpun

Hringbraut á Iðnþingi 2020

Sigmundur Ernir Rúnarsson, þáttastjórnandi á Hringbraut, mætti á Iðnþing 2020 sem bar yfirskriftina nýsköpun er leiðin fram á við. Þar ræddi hann við Árna Sigurjónsson, formann SI, Guðmund Fertram Sigurjónsson, forstjóra Kerecis, Sesselju Ómarsdóttur, framkvæmdastjóra lyfjagreiningardeildar Alvotec,  Margréti Ormslev Ásgeirsdóttur, aðstoðarforstjóra CRI, Þórð Magnússon, stjórnarformann Eyris, Ágústu Guðmundsdóttur, annan tveggja stofnenda Zymetech, Sigurð Ragnarsson, forstjóra ÍAV, og Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI. Umræðuefnið var staðan í efnahagslífinu, nýsköpunarumhverfið og þau tækifæri sem felast í nýsköpun.

Á vef Hringbrautar er hægt að horfa á þáttinn: https://hringbraut.frettabladid.is/sjonvarp/stakir-thaettir/nyskopun-islandi/

Á myndinni fyrir ofan ræðir Sigmundur Ernir Rúnarsson við Árna Sigurjónsson, formann SI.

Hringbraut-18-09-2020_2Sigmundur Ernir ræðir við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI.

Hringbraut-18-09-2020_3Sigmundur Ernir ræðir við Margréti Ormslev Ásgeirsdóttur, aðstoðarforstjóra CRI.