Fréttasafn30. ágú. 2016 Iðnaður og hugverk

Hugmyndasamkeppni um vistvænni skip

Ein mikilvægasta áskorunin í sjávarútvegi og annarri haftengdri starfsemi er að gera skip og skipasiglingar umhverfisvænni.

Íslenski sjávarklasinn, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og ÍslenskNýorka efna til samkeppni um umhverfisvænar grænar lausnir sem minnka mengun, auka hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa og bæta almenna umgengni okkar við hafið og lífríki þess.

Ekki er nauðsynlegt að skila inn nákvæmum teikningum eða útfærslum – heldur er fyrst og fremst kallað eftir nýjum hugmyndum um það hvernig hægt er að gera skip vistvænni.

Vegleg verðlaun verða veitt þeim tveimur hugmyndum sem þykja skara framúr.

Fyrstu verðlaun eru 1,5 m.kr. og önnur verðlaun eru 500 þús.

Allar nánari upplýsingar hér .