Fréttasafn



1. sep. 2025 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Starfsumhverfi

Hugsað út fyrir boxið í áframhaldandi óvissu um tolla

Við eigum að líta á þetta sem stórt vandamál áfram, það er áframhaldandi óvissa en við getum gert ýmislegt í þessari óvissu hins vegar. Komast að samningaborðinu og koma með einhverja alvöru hluti að samningaborðinu. Þar er verið að hugsa mjög út fyrir boxið sem er mjög jákvætt. Þetta segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverksviðs SI, meðal annars í kvöldfréttum Sýnar um þann úrskurð dómstóla að flestar tollaákvarðanir Bandaríkjaforseta séu ólöglegar. Í fréttinni kemur fram að tollar á Íslandi hafi verið hækkaðir í 15% og hafi tekið gildi í ágúst.

Gert ráð fyrir að niðurstöðunni verði áfrýjað 

Sigríður segir í fréttinni að þetta sé glæný niðurstaða og sé í raun ekki niðurstaða. „Ég mundi segja eins og staðan er núna þá á þetta við um Ísland, sérstaklega þessi fimm auka prósentustig sem var bætt við á Ísland. Hins vegar er þetta ekki endanleg niðurstaða í málinu og við erum að gera ráð fyrir því og raun heimsbyggðin er að gera ráð fyrir því að þessu verði áfrýjað til Hæstaréttar Bandaríkjanna og æðri dómstóla og niðurstaðan liggi ekki fyrir fyrr en í fyrsta lagi um miðjan eða í lok október.“ 

Beðið eftir að komast að samningaborðinu við Bandaríkjastjórn

Sigríður segir að miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggi þá séu íslensk stjórnvöld að bíða eftir að komast að samningaborðinu við Bandaríkjastjórn um tollana á íslenskar vörur. „Við erum einnig að bíða eftir tilkynningu um tolla á ýmsa vöruflokka sem hafa verið undanþegnir hingað til, meðal annars á lyf. Þar eru gríðarstórir hagsmunir í húfi fyrir Ísland. Við getum hins vegar gert mjög margt núna á meðan á þessari óvissu stendur. Það má eiginlega segja að það hafi ekkert breyst í dag og eins og sakir standa er ástandið óbreytt því þessu verður áfrýjað. Trump mun líklega finna aðrar leiðir.“

Á vef Vísis er hægt að horfa á fréttina frá mínútu 5:12. 

Vísir, 30. ágúst. 2025.

Syn-30-08-2025_1

Erla Björg Gunnarsdóttir ræðir við Sigríði Mogensen í kvöldfréttum Sýnar.