Fréttasafn



26. feb. 2021 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Hugverkaiðnaður með burði til að verða stærst í útflutningi

Fulltrúi Samtaka iðnaðarins tók þátt í umræðum með utanríkisráðherra, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, á fundi Útflutnings- og markaðsráðs í gær um stöðu útflutningsgreina á tímum heimsfaraldurs á Hilton Reykjavík Nordica. Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI, ræddi um vöxt hugverkaiðnaðar og tækifærin framundan. Sagði Sigríður meðal annars að hugverkaiðnaður hefði alla burði til að verða stærsti útflutningsatvinnuvegur þjóðarinnar þegar fram líða stundir. 

Aðrir sem þátt tóku í umræðunum voru Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Umræðunum stýrði Bergþóra Halldórsdóttir, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Íslandsstofu. Áður en umræður hófust fluttu erindi Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, og Karl Guðmundsson, forstöðumaður útflutnings og fjárfestinga hjá Íslandsstofu.

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Bergþóra Halldórsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Pétur Blöndal, Sigríður Mogensen, Hugrún Lind Marteinsdóttir, og Jóhannes Þór Skúlason.