Fréttasafn26. des. 2020 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun Starfsumhverfi

Hugverkaiðnaður verður aflvaki vaxtar

Kólnun hag­kerf­is­ins var stað­reynd áður en heims­far­ald­ur­inn skall á af fullum þunga á fyrstu mán­uðum árs­ins. Þeirri spurn­ingu var ósvarað hvað myndi drífa hag­vöxt­inn á næstu árum og ára­tug­um. Svar Sam­taka iðn­að­ar­ins við þeirri spurn­ingu er skýrt. Hug­verka­iðn­aður – fjórða stoðin – verður afl­vaki vaxtar ef rétt er á málum hald­ið. Á sama tíma þarf að hlúa að öðrum greinum og skapa þeim sam­keppn­is­hæf skil­yrði. Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, í áramótagrein sinni, Hlaupum hraðar, í Kjarnanum. Hann segir að á þessu ári sé gert ráð fyrir því að útflutn­ings­tekjur hug­verka­iðn­aðar nemi um 140 millj­örðum króna eða 15% af útflutn­ings­tekjum þjóð­ar­bús­ins. Það sýni að fjórða stoð­in, hug­verka­iðn­að­ur, sé raun­veru­leg stoð og því rétt að tala um fjórar stoðir útflutn­ings auk ann­ars, en ekki ein­göngu þrjár.

Sigurður segir í grein sinni að helstu útflutn­ings­greinar Íslands byggi á nýt­ingu nátt­úru­auð­linda en hug­vit sé óþrjót­andi auð­lind og óháð landa­mær­um. Það feli í sér í senn að okkar helsta tæki­færi til vaxtar liggi í virkjun hug­vits­ins en um leið að umgjörð nýsköp­unar eigi að vera með því besta sem þekk­ist svo Ísland sé eft­ir­sóttur staður til búsetu og starfa. „Sam­tök iðn­að­ar­ins hvetja til frek­ari nýsköp­unar hér á landi enda getur nýsköpun skapað fyr­ir­tækjum for­skot í sam­keppni, skapað verð­mæti og eft­ir­sótt störf svo ekki sé minnst á að með nýsköpun leysum við helstu áskor­anir sam­tím­ans og fram­tíð­ar­inn­ar. Með því að hvetja til nýsköp­unar og skapa góð skil­yrði getur hug­verka­iðn­aður orðið okkar helsta útflutn­ings­stoð, skapað eft­ir­sótt störf og mikil verð­mæti. Þannig er nýsköpun eina leiðin fram á við.“

Í niðurlagi greinar sinnar segir Sigurður að allt eigi sér aðdrag­anda og það þurfi að virða þó við viljum gjarnan að allt ger­ist strax. „Við vitum að of seint er að hefja bygg­ingu íbúð­ar­húss þegar við ætlum að flytja inn í íbúð­ina. Það sama á við um vöxt og við­gang burð­ar­stoðar í hag­kerf­inu. Hug­verka­iðnað þarf að efla enn frekar og hvetja til þess að hann verði okkar helsta útflutn­ings­stoð. Það er ekki hægt að bíða eftir öðrum sig­ur­veg­urum stjórn­valda og það verður of seint að fara af stað þegar skamm­tíma við­spyrnu er náð. Lang­tíma­sjón­ar­mið þurfa að ráða ríkj­um.“

Hann segir að ára­tugur nýsköp­unar sé haf­inn og með umbótum stjórn­valda sé jarð­veg­ur­inn frjó­samur og með hug­viti frum­kvöðla og ann­arra hafi fræjum verið sáð. „Upp­skeran verður ríku­leg ef rétt er á málum hald­ið.“

Hér er hægt að lesa grein Sigurðar í heild sinni.

Kjarninn, 26. desember 2020.