Fréttasafn



7. sep. 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Hugverkaiðnaðurinn í sókn

Þetta er 46 milljarða króna verðmiði og er ein stærsta hátæknisala í sögunni. Hugverkaiðnaðurinn er í bullandi sókn, hann er nýorðinn stærri en sjávarútvegurinn og orðinn 7,3% af landsframleiðslu. Þetta er bara ný stoð í hagkerfinu og þessi sala staðfestir það. Þetta segir Tryggvi Hjaltason hjá CCP og nýkjörinn formaður Hugverkaráðs SI í fréttum Stöðvar 2 í gær um kaup fyrirtækis í Suður-Kóreu á íslenska tölvuleikjaframleiðandann CCP.  Hann segir söluna vera viðurkenningu fyrir íslenskan hugvitsiðnað.

Í fréttinni kemur fram að CCP, sem er aðildarfyrirtæki hjá Samtökum iðnaðarins, gefur út leikinn EVE Online sem hefur notið mikilla vinsælda og gert sé ráð fyrir óbreyttum rekstri fyrirtækisins hér á landi en 200 manns vinna hjá CCP á Íslandi og um 50 í útlöndum.

Á vef Stöðvar 2 er hægt að sjá fréttina í heild sinni.