Fréttasafn



1. jún. 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Hugverkaiðnaðurinn til umræðu í Markaðstorginu

Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, var gestur Markaðstorgsins á Hringbraut í vikunni. Þáttastjórnandinn Pétur Einarsson ræddi við Sigríði um hugverkaiðnaðinn á Íslandi og kemur meðal annars fram í máli Sigríðar að hugverkaiðnaðurinn sé um 7% af öllum launum á landinu en ef allt er talið sé það örugglega töluvert meira. 

Hún segir að til þess að auka vægi hugverka þurfi að hafa framtíðarsýn og gera skattaumhverfið meira aðlaðandi. Þá vanti líka árangursmælingar af hálfu ríkisins og hún segir að afnema eigi þak á endurgreiðslur rannsóknar- og þróunarkostnaðar. Rannsóknir og þróun séu um 2% af þjóðarframleiðslu en þurfi að vera 3% árið 2024 sem er 50% aukning. Sigríður segir að við eigum langt í land að ná því sjálfsagða marki.

Á vef Hringbrautar er hægt að horfa á þáttinn. Viðtalið við Sigríði hefst á 14:45 mínútu.

Sigridur-a-hringbraut2-mai-2018