24. ágú. 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Hugverkaráð SI heldur ársfund sinn í september

Ársfundur Hugverkaráðs SI verður haldinn 6. september næstkomandi kl. 15.00 hjá Samtökum iðnaðarins í Borgartúni 35. Á fundinum verður Hugverkaráð SI næsta starfsárs skipað auk þess sem fráfarandi formaður Hugverkaráðs SI mun gera grein fyrir störfum liðins starfsárs.

Komi til atkvæðagreiðslu um mál á fundinum ræður einfaldur meirihluti atkvæða úrslitum. Hver félagsmaður SI á hugverkasviði fer með eitt atkvæði.

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.