Fréttasafn24. ágú. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Hugverkaráð SI mótar stefnu

Hugverkaráð SI stóð fyrir stefnumótunarfundi í vikunni þar sem rætt var um helstu málefni ráðsins og viðfangsefnin sem eru framundan. Fundurinn fór fram í Skyrgerðinni í Hveragerði. Þátttakendur voru aðilar úr Hugverkaráði SI, ráðgjafar og starfsmenn af hugverkasviði Samtaka iðnaðarins. 

Birna Kristrún Halldórsdóttir frá Attentus stýrði stefnumótunarvinnunni með svokallaðri Lego aðferð sem er nýstárleg og skapandi leið til að mynda stefnu. Í vinnunni kom fram skýr samstaða um mörg málefni og góð umræða skapaðist um sameiginlega hagsmuni hugverkageirans. Í framhaldi af fundinum verður síðan unnið úr þeim áherslum og málefnum sem fram komu. Stefnt er að því að sá efniviður komi til umræðu á Hugverka- og tækniþingi SI sem haldið verður 13. október næstkomandi. 

Stefnumotun14Stefnumotun12Stefnumotun13