Fréttasafn



21. mar. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Húsgagnaframleiðendur og arkitektar á Hönnunarmars

Á Hönnunarmars sem hefst í Hörpu 23. mars verða tvær veglegar sýningar á vegum Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda og Samtaka arkitektastofa SAMARK sem eru aðildarfélög Samtaka iðnaðarins. Á sýningu Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda gefur að líta þversnið af því nýjasta í íslenskri hönnun og húsgagnaframleiðslu. Tólf sýnendur endurspegla breitt svið, allt frá stórum framleiðendum til sjálfstæðra hönnuða. Á sýningunni haldast því í hendur falleg hönnun og gott handbragð þar sem hugvit og verkvit er samtvinnað í eitt. 


Virðisaukandi arkitektúr er yfirskrift sýningar SAMARK, og verða þar til sýnis verkefni ellefu arkitektastofa. Á sýningunni verða dæmi um byggingar, borgarrými og landslag sem eiga þátt í að skapa betri ramma um daglegt líf okkar og þar með aukið virði fyrir alla.

Nánar um viðburðinn á Facebook:

Félag húsgagna- og innréttingaframleiðenda.

Samtök arkitektastofa, SAMARK.