Fréttasafn



1. okt. 2025 Almennar fréttir Mannvirki Starfsumhverfi

Húsnæðismarkaðurinn fastur í efnahagslegum vítahring

Húsnæðismarkaðurinn er fastur í efnahagslegum vítahring þar sem skortur á húsnæði veldur verðbólgu og háum vöxtum sem aftur dregur úr uppbyggingu og veldur skorti. Þessi vítahringur dregur úr verðmætasköpun og lífsgæðum landsmanna og hann þarf að rjúfa. Þetta segja Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, og Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, meðal annars í grein sinni í fylgiriti Viðskiptablaðsins um fasteignamarkaðinn með yfirskriftinni Efnahagslegur vítahringur.

Þau segja að kerfislægi vandinn sé heimatilbúinn og í höndum stjórnvalda að leysa. Stór hluti þess felist í aðgerðum og ekki síður aðgerðarleysi sveitarfélaga í þessum málaflokki en annað sé í höndum ríkisstjórnarinnar.

Það kemur fram í grein þeirra að þessi vítahringur hafi mikil áhrif á byggingariðnaðinn sem sjáist nú á því að eftir fjögurra ára vaxtarskeið hafi velta í greininni á þessu ári dregist saman, störfum fækkað, innflutningur byggingarefna minnkað og fjöldi íbúða í byggingu dregist saman. Verulega hafi dregið úr útlánavexti til greinarinnar og vanskil útlána til hennar hafi aukist. Þekkingu, verðmætum og mikilvægri uppbyggingu sé fórnað en að svona þurfi þetta ekki að vera.

Hér er hægt að lesa greinina í heild sinni.

Viðskiptablaðið / vb.is, 30. september 2025.

Vidskiptabladid-30-09-2025_1