Fréttasafn



23. ágú. 2023 Almennar fréttir Mannvirki

Húsnæðisþing innviðaráðuneytis og HMS

Yfirskrift Húsnæðisþings sem innviðaráðuneytið og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun standa að er „Heimili handa hálfri milljón – Öflugur húsnæðismarkaður fyrir þjóð í vexti“. Þingið verður haldið miðvikudaginn 30. ágúst kl. 09.00-12.30 á Hilton Reykjavík Nordica. Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, er meðal frummælenda á þinginu.

Hér er hægt að fylgjast með beinu streymi:

Dagskrá

Húsnæðisþing sett

Ný húsnæðisstefna

  • Húsnæðisstefna Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra
  • Einn ferill húsnæðisuppbyggingar Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri HMS og Ólafur Árnason, settur forstjóri Skipulagsstofnunar
  • Álitsgjafar
  • Hvað þurfa sveitarfélög í vexti? Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar
  • Pallborð

Staða og horfur á húsnæðismarkaði

  • Vaxtarverkir; húsnæðisþörf í ljósi mikillar fólksfjölgunar Gunnar Haraldsson, hagfræðingur
  • Reynslusögur
  • Þróun íslenska húsnæðismarkaðarins; sjónarhorn byggingariðnaðarins Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins
  • Álitsgjafar
  • Kaffihlé
  • Staða uppbyggingar; aðgerðir fyrir öflugan húsnæðismarkað Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri lánasviðs hjá HMS
  • Pallborð

Breytt umgjörð mannvirkjagerðar

  • Bætt mannvirkjagerð til framtíðar Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri sviðs mannvirkja og sjálfbærni hjá HMS
  • Mannvirkjaskrá; eitt viðmót fyrir stafræn hönnunargögn?
  • Endurskoðun byggingarreglugerðar; þetta þarf ekki að vera flókið Ingveldur Sæmundsdóttir, formaður stýrihóps um endurskoðun byggingarreglugerðar
  • Rannsóknarumhverfi mannvirkjagerðar Þórunn Sigurðardóttir, teymisstjóri hjá HMS
  • Stórt skref – minna fótspor Helga María Adolfsdóttir, byggingarfræðingur hjá Mannviti
  • Vistvæn uppbygging Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt og eigandi hjá Lendager á Íslandi
  • Pallborð
  • Húsnæðisþingi slitið