19. nóv. 2024 Almennar fréttir Mannvirki Starfsumhverfi

Húsnæðisuppbygging til umræðu á Sauðárkróki

Samtök iðnaðarins, HMS og Tryggð byggð eru enn á hringferð um landið undir yfirskriftinni Byggjum í takt við þarfir. Fyrir skömmu var fundur á Sauðárkróki þar sem Friðrik Ág. Ólafsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, flutti erindi þar sem hann fór yfir hvað betur megi fara í mannvirkjagerð svo sem í skipulagsmálum. Í máli hans kom meðal annars fram að skipulag taki allt of langan tíma og að allt of lítið sé byggt. Einnig fjallaði hann um að sveitafélög verði að vinna með verktökum og ættu ekki leggja stein í götu þeirra eins og því miður allt of oft gerðist. Verktakar séu að reyna aðstoða sveitafélög við að uppfylla húsnæðisáætlanir sveitafélaga en því miður séu sveitafélög ekki að ná að uppfylla sínar eigin húsnæðisáætlanir.

Að erindum loknum sköpuðust góðar umræður. Sérstaklega mikið var spjallað um skipulagsmál, en þess má geta að nokkrir fulltrúar skipulagsnefnda sveitafélaga voru meðal fundarmanna. Þessir fulltrúar tóku undir með Friðriki að regluverk skipulagsmála væru allt of flókin og taki allt of langan tíma.

Saudarkrokur1Katrín M. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra.

Saudarkrokur3Einar E. Einarsson, formaður stjórnar SSNV.



Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.